Skilmálar fyrir notkun á heimasíðunni urbanur.is
Almennt
www.urbanur.is er vettvangur þar sem einstaklingar geta skráð úr til sölu. Urbanur.is veitir aðeins þjónustu við að tengja seljendur og kaupendur og tekur ekki þátt í beinni sölu eða viðskiptum milli þeirra.
Ábyrgð
ÚRBAN ber ekki ábyrgð á vöru sem er seld í gegnum síðuna, og ábyrgðin á vöru og viðskiptum liggur alfarið hjá seljanda og kaupendum.
Kaupendur bera ábyrgð á að skoða varning vandlega og ganga úr skugga um ástand hans áður en kaup fara fram. Við mælum með að kaupendur fái viðurkenndan aðila til að meta úrin.
Sölufyrirmæli
Seljendur bera ábyrgð á því að allar vörur sem þeir bjóða til sölu séu löglega eign þeirra og að þær séu ekki stolnar eða fengnar með ólöglegum hætti.
Það er bannað að selja stolna vörur á síðunni. Ef grunur leikur á að vara sé stolin, verður lokað fyrir aðgang seljanda og málið verður tilkynnt til lögreglu.
Skráning á vörum
Vörur sem eru skráðar til sölu á síðunni verða skoðaðar af okkar starfsfólki og það er á ábyrgð seljenda að tryggja að allar upplýsingar um úrið séu réttar og nákvæmar. Seljendur eru einnig ábyrgir fyrir því að vörurnar séu í góðu ástandi.
Lög og reglur
Öll viðskipti sem eiga sér stað á www.urbanur.is skulu vera í samræmi við íslensk lög og reglugerðir. Við áskiljum okkur rétt til að fjarlægja allar vörur sem brjóta í bága við lög eða eru ólöglegar á nokkurn hátt.