Við hjá Úrban bjóðum einstaklingum stað þar sem þeir geta með auðveldum hætti selt bæði ný og notuð úr. Oft eru úr til sölu í lengri tíma, og auðvelt að missa þau úr sjón þegar þau eru sett á Facebook eða aðrar samfélagsmiðlaveitur. Með Úrban færðu sérstakan vettvang þar sem úrin þín fá aukin sýnileika.
Þegar úr hafa verið skráð setjum við þau inná Facebook síðu okkar án kostnaða.
Við leggjum áherslu á að skapa einfalt ferli fyrir kaup og sölu, þar sem bæði seljendur og kaupendur geta fundið það sem þeir leita að.
Síðan er rekin af einkaaðilum og enginn fjárhagslegur ávinningur er af rekstri hennar, nema að vonast til að notendur njóti góðs af og fái auðveldari ferla við kaup og sölu á úrum. Þó er hugmyndin til lengri tíma að bjóða upp á umboðssölu á úrum frá einkaaðillum sem og auglýsingar, sem mun bæta þjónustuna enn frekar.
Við vonum að allir geti notið þess að nota síðuna og ekki hika við að senda okkur póst ef þið hafið spurningar.