Er ekki tilvalið að gefa
honum úr í Jólagjöf ?
Er ekki tilvalið að gefa
honum úr í Jólagjöf ?
Tissot PRX POWERMATIC 80, 40MM
Stærð : 40mm
Úrverk - Svissnesk sjálfvinda, Powermatic 80
Vatnsvörn - 10BAR
Skífa - Hægt að velja úr nokkrum litum en mælum með grænni
Gler - Safír gler rispufrítt
Keðja - Stál
Fæst á eftirfarandi stöðum
TISSOT PRX POWERMATIC 80
Eitt af þeim úrum sem við höfum haft mikla aðdáun að. Hönnuninn á PRX POWERMATIC er einfaldlega glæsileg. Með þunnu útliti og miklum gæðum, þetta úr hentar við öll tilefni og er með 80 tíma power reserve og mjög áræðanlegt. Þetta úr hefur notið mikilra vinsælda og þá ekki aðeins fyrir útlit heldur líka gæða. Þetta er úr sem hefur sannað sig sem valkostur fyrir þá sem vilja hágæða úr á sanngjörnu verði. Við getum ekki annað en mælt með því fyrir alla sem leita að fallegu og áræðanlegu úri.
Seiko Presage Classic Series Shiroiro Open Heart
Stærð : 40mm - Stál
Úrverk - Sjálftrekkt með 72 tíma Power reserve
Vatnsvörn - 100m
Skífa - Hvít
Gler - Rispurfrítt safírgler - speglunarvörn
Keðja - Stál
Fæst á eftirfarandi stöðum
Seiko Presage Classic Series Shiroiro Open Heart
Er virkilega fallegt og áhugavert úr sem kom út á þessu ári (2024) Þetta úr er ekki bara áberandi fyrir hönnun sína, með "Open Heart" skífu getur þú séð úrverkið á meðan það er á hendi, sem gerir það einstaklega áhugavert. Að auki er virkilega fallegt að sjá úrverkið á bakhliðinni þar sem það hefur gler sem gerir það að verkum að þú getur eitt löngum tíma í að fylgjast með því slá. Þetta úr kostar sitt, en það er líka safngripur. Seiko hefur enn og aftur staðfest að þeir eru frábærir í að framleiða úr sem leggja áherslu á fegurð og gæði.
Orient Bambino Open Heart
Stærð : 41mm
Úrverk - Sjálfvirkt (automatic)
Vatnsvörn - 3ATM
Skífa - Hvítur
Gler - Mineral / Hert gler
Keðja - Brún leður ól
Fæst á eftirfarandi stöðum
Orient Bambino Open Heart
Úrið er bæði fallegt og áhugavert, með open heart skífu sem gerir það einstakt eins og Seiko úrið hér að ofan. Verðmiðinn er þó heldur lægri. Opean Heart gerir það að verkum að úrið er meira en bara verkfæri fyrir tíma, það verður að listaverki. Falleg leður ól sem gerir það bæði hversdagslegt og vandað og býr til ákveðinn sjarma. Ef þú ert að leita að fallegu úri sem er bæði glæsilegt og notendavænt þá er Bambino klárlega þess virði að skoða
Seiko 5 Sport Field Style
Stærð : 36.4mm - Stál
Úrverk - Sjálftrekkt með 41 tíma Power Reserve
Vatnsvörn - 100m
Skífa - Svört
Gler - Hardlex
Keðja - Stál
Fæst á eftirfarandi stöðum
Seiko 5 Sport Field Style
Seiko 5 úrið hefur verið til í meira en 60 ár og stendur enn sem einn af mest áreiðanlegu og velþekktu úrum í heiminum. Seiko 5 úrin eru hönnuð til að endast. Úrið kemur með eindaldri en áhrifaríkri hönnun sem hentar bæði í daglegu lífi og útivist. Hér ertu klárlega að fá það sem þú borgar fyrir.