Úr eru oft meira en bara tæki til að segja tímann í kvikmyndum. Þau geta verið tákn fyrir persónu, stöðu eða einfaldlega aukið sjarma myndarinnar. Á meðan sum úr eru þekkt fyrir að vera ný og tæknilega háþróuð, þá hafa önnur úr frá sérstökum tímabilum eða framleiðendum bætt við ákveðnu "klassísku" yfirbragði. Í þessari grein skoðum við nokkur úr sem hafa átt stóran þátt í að móta persónur á stórskjánum, frá James Bond til Tony Soprano.
Leiktstjóri myndarinnar American Psycho lenti í þeirri klípu að fá ekki leyfi frá Rolex til að nota ROLEX Day Date í myndinni sinni. Það sem hann gerði var mjög sniðugt.. Hann notaði Seiko SNXJ90 en úrið er nánast alveg eins.
Ástæða fyrir því að Rolex neituðu að veita þeim leyfi var vegna þess að Rolex hafði ekki áhuga á því að ímynd fyrirtækisins tengdist morðingja myndarinnar.
Árið 1970 gáfu Omega út eitt fallegasta kafaraúr síns tíma eða OMEGA SEAMASTER - Þessi úr hafa sést í ótalmörgum bíómyndum og eru með þeim þekktustu og eftirsóttustu úrin hjá Omega. James Bond var með úrið í Myndinni James Bond : SKYFALL
Omega Constellation er úr sem hefur verið í framleiðslu í fleiri áratugi og eiga mörg afbrögð/variation. Hins vegar er eitt úr sem hefur sést á úlnlið á Al Pacino, Elvis Presley, Muhammad Ali og fleiri goðsagnir. Það er Omega Constellation Pan Pie og býr yfir sjarma 7. áratugsins.
ROLEX DAY DATE er goðsagnakennt úr sem er með 18k gulli, kampavíns litaða skífu og eina af fallegastu ólum í úra geiranum (Presidential bracelet)
Jaeger LeCoultre er fallegt tvíhliða úr sem sást á úlniðinum hans Bruce Wayne í The Dark Knight. Tvíhliða úrið var hannað snemma á 20. öld af Breskum Polo leikmönnum en þeir vildu koma í veg fyrir að úrin sýn enduðu með brotið gler eftir leikinn.
Í goðsagnamyndinni Scarface var Al Pacino ( Tony Montana ) með sjaldgæfa 28mm Omega La Magique úr 18k gulli og voru einungis 261 stk framleidd. Úrið er oft kallað The Phantom.
The Portugieser er eitt elsta og þekktasta úr frá IWC. Portugieser línan var fyrst framleidd seint á 4. áratugnum. Það voru Portúgalskir kaupmenn sem óskuðu eftir stóru úri en á þeim tíma voru flestir með vasaúr og þau úr sem voru á úlniðum voru oft mjög lítil m.v hvers dags úr sem við sjáum í dag. IWC ákvað að taka vasaúr í sundur og gera því að úri sem passaði smekklega á úlniði.
Tag Heuer 1000 Series er eitt þekktasta kafaraúrið frá Tag heuer en það var fyrst framleitt á 9. áratugnum og sló vægast sagt í gegn. Tag Heuer barðist í bökkum á þeim tíma og er talað um að 1000 series hafi bjargað fyrirtækinu í svokalla Quartz faraldrinum.