Framleiðendur í eigu Swatch Group
Framleiðendur í eigu Swatch Group
Omega og Swatch eru í eigu sama aðilla og eru hluti af Swatch Group sem er eitt stærsta vöruþróunarfyrirtæki í heimi á sviði úra og klukkna.
Omega x Swatch er samstarf þessara vel þekktu úraframleiðanda en árið 2022 gáfu þeir út Moonswatch línuna saman. Markmiðið var að bjóða uppá úr sem myndu brúa bilið milli hágæða úra og "fjöldaframleiðslu" og sérstaklega ætluð til að ná til yngri viðskiptavina og nýrra markaða. Omega er þekkt fyrir hágæða lúxus úr á meðan Swatch býður uppá frábær úr oftar en ekki á sanngjörnu verði. Notendur gætu þá fengið að upplifa "lúxus" úr á mun lægra verði.
Úrkassinn er framleiddur úr svokölluðu bioceramic efni sem er blanda af keramik og plöntuefni þar sem hluti af keramíkinni er unnin úr endurnýjanlegum plöntum. Þessi blanda gerir úrin bæði sterkari og léttari. Efnið er ódýrara en stál og annað efni sem eru notuð í framleiðslu á úrum.
Úrverkið (SISTEM51:) er kvarts úrverk (Ouartz movement) sem er mikið ódýrara og eindaldara í framleiðslu en það sem finnst í háendahandverki Omega, þar sem Omega notar oftast við sjálfvirk eða hágæða mekanísk úrverk. Úrverkið byggir á rafstraumi sem fer í gegnum kristal sem sveiflast með mikilri tíðni, sem gerir úrverkið mjög nákvæmt og þarfnast það lítils viðhalds.
Hvernig hefur þessari línu verið tekið ?
Omega x Swatch línan hefur slegið algjörlega í gegn og verið mjög vinsæl og sumir jafnvel talað um að þetta samstarf sé bylting fyrir áhuga menn um úr. En það eru þó ekki allir sammála og hafa sumir úrasafnarar viljað meina að þetta concept myndi valda því að Omega færist niður um flokk og fundist þetta samstarf óvenjulegt þar sem markaðsáheyrslur fyrirtækjana eru ólíkar. En það hefur þó ekki sýnt sig hingað til og hefur þetta samstarf náð að styrkja bæði Swatch og Omega.
OmegaxSwatch línuna er hægt að fá í völdum Swatch búðum en ekki eru þær allar að selja vöruna, hægt er að skoða þetta kort hér og velja í hvaða landi þú ert til að sjá hvar úrin fást. Vinsælustu týpurnar stoppa stutt og virðist oft vera happa glappa hvort menn fái það úr sem þeir óska helst eftir. Það er frekar skemmtilegt að væntanlegir kaupendur þurfa að hafa smá fyrir því að fá það úr sem þeim langar í og skapar ákveðinn eftir markað á ákveðnum tegundum.