Mig langar í úr, hvað á ég að fá mér ?
Mig langar í úr, hvað á ég að fá mér ?
MAEN MANHATTAN 37
Virkilega fallegt úr. Innblástur frá 1970. Úrverkið er frá Sellita en úrframleiðendur eins og Tissot, Longines, og Oris nota þetta úrverk mikið enda áreiðanlegt og gott. Þetta listaverk er efst á lista hjá okkur að þessu sinni.
Stærð : 37mm -stál
Úrverk - Sellita SW200 Swiss made Automatic
Vatnsvörn - 10 ATM
Skífa - Blá -nokkrir litir í boði
Gler - Sapphire Crystal með AR coating
Keðja - Burstað stál
Verð frá - 700$
HAMILTON KHAKI FIELD Automatic H70455533
Áreiðanlegt, klassískt með stílhreinni hönnun sem sameinar bæði gæði og fegurð. Með brúnni leðuról og H-10 úrverki sem býður uppá 80 klst power reserve. Hér færðu sterkt og áreiðanlegt úr sem passar í flest öll tilefni.
Stærð : 38mm - Stál
Úrverk - Sjálftrekkt með 80 tíma Power reserve. H-10
Vatnsvörn - 100m
Nákvæmni: +12 / -12 sek á dag
Skífa -Svört
Gler - Rispurfrítt safírgler - Sapphire
Keðja/ól -Leður
Verð frá - 720$
Seiko 5 Sports Field GMT (SSK023)
Þessi Seiko er í svo miklu uppáhaldi hjá okkur. Klassískt 39.4mm úr, með 100m vatnsheldni. Úrið er með Hardlex gleri og burstuðu stálútliti sem gefur því sterklegt útlit og hentar við felst öll tilefni. Ekki skemmir fyrir GMT eiginleikinn sem færir auka spennu í útlit og notagildi. Úrið er á frábæru verði. Úrverkið er 4R43 sem er þekkt fyrir áreiðanleika og nákvæmni með einfaldri virkni sem gerir það að mjög góðu vali.
Stærð : 39.4mm x 47.9mm x 13.6mm
Úrverk - Seiko 4R34 Sjálftrekt með 41 tíma power reserve
Vatnsvörn - 100m
Nákvæmni : +45 / -35 sek á dag.
Skífa - Svört
Gler - Hardlex
Keðja - Stál
Verð -Frá 460$
Christopher Ward - C60 Trident Pro 300
Hægt er að velja á milli 38mm, 40mm og 42mm og hægt að fá skífuna í 4 litum eða bláum, hvítum, svörtum og grænum, ásamt því að hægt er að fá það með annari útfærslu á ól. Þetta úr er bara eitthvað svo stílhreint og fallegt. Sjálfvirkt með 300 metra vatnsvörn rispufrítt sapphire gler svo það skiptir ekki máli hvort þú þarft að nota það á verkstæðinu, skrifstofunni eða ætlar að kafa með það, þetta úr virkar alls staðar.
Stærð : 38mm
Úrverk - Sjálfvirkt (automatic) - Sellita SW200-1
Vatnsvörn - 300m
Skífa - Hvítur
Gler - Rispurfrítt safírgler - Sapphire
Keðja - Stál
Verð frá - 1200$
Bulova Lunar Pilot Moonwatch
Þar sem við elskum Omega Speedmaster þá er vel við hæfi að setja hér Bulova Lunar Pilot. En þegar David Scott Mission Commander á Apollo 15 lenti ásamt áhöfn sinni á tunglinu leit hann á Bulova "956B251" úrið sitt og skráði lendingu kl 06.16.29. En Lunar Pilot Moonwatch var hannað til að heiðra þann leiðangur.
Stærð : Fæst í 43.5 og 45mm
Úrverk - Bulova 262khz quartz chronograph
Vatnsvörn - 50m
Skífa - Svört
Gler - Anti-Reflective Sapphire Crystal
Keðja - Stál
Verð frá - 600$
Luminox ICE-SAR Arctic XL1001
Luminox framleiðir nokkrar tegundir af úrum undir merki Landsbjargar og með kaupum á þessum úrum styður þú við störf sjálfboðaliða Landsbjargar. Það þótti vel við hæfi að bæta þessu úri hér við en nokkrar tegundir er hægt að versla á heimasíðu Landsbjargar .
Stærð : 46mm
Úrverk - Rafhlaða
Vatnsvörn - 200 m
Skífa - Svört
Gler - Safír
Keðja - Carbonox
Verð - 69.000kr
Hægt að kaupa hér